Vara væntanleg

SPRINTUS SE 7 teppahreinsivélin er sérhönnuð til djúphreinsunar á teppum, gólfmottum og áklæði – hvort sem er á skrifstofum, heilsugæslum, kvikmyndahúsum, heimilum eða í bifreiðum.

Með 4 bara úðunarþrýstingi og 230 mbar sogþrýstingi tryggir SE 7 skjót og árangursrík þrif. Hægt er að kveikja eða slökkva á úðuninni með takka á handfanginu. Bæði tankurinn fyrir hreint vatn og óhreinavatnstankurinn (6,5 lítrar hvor) eru með gegnsæju loki sem auðveldar við að fylgjast með vökvamagninu í þeim –  einfalt er að fjarlægja báða tankana og tæma.

Bæði gólf- og áklæðisstútarnir eru gagnsæir, sem veitir skýra sýn á flötinn sem er verið að hreinsa og gefur notandanum góða yfirsýn yfir ferlið. Ergónómísk hönnun tryggir þægilega og áreynslulausa vinnu.

7,5 metra rafmagnssnúran gefur góðan vinnuradíus og hægt er að vefja henni upp á handfangið eftir notkun. Vélin sjálf er úr höggþolnu plasti og er búin stórum hjólum með gúmmíklæðningu, sem skilja engin för eftir sig – jafnvel á viðkvæmum gólfum.

107001

Sprintus SE7 teppahreinsivél

Lagerstaða
Uppselt

Tengdar vörur