Ráðgjöf og þjónusta við Heilbrigðistofnanir og skjólstæðinga SÍ
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eru með samning við Rekstrarvörur (RV) um að skírteinishafar sem eiga rétt á hjálpargögnum snúi sér beint til RV til þess að fá afgreiddar stoðvörur, með greiðsluþátttöku SÍ.
(smelltu hér til að sjá vörurnar sem Sjúkratryggingar Íslands greiða niður)
Skjólstæðingum SÍ býðst að kaupa vörur með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í verslun okkar að Réttarhálsi 2 eða með símpöntun í síma 520 6666 þar sem við aðstoðum ykkur með ánægju. Enn sem komið er er greiðsluþátttaka SÍ ekki í boði í vefverslun Rekstrarvara.Skjólstæðingum SÍ er boðið uppá heimsendingarþjónustu
Öllum býðst að koma til RV og fá faglega og persónulega aðstoð ásamt ráðleggingum
Fræðsla og Aðstoð
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði og aðrir sérhæfðir starfsmenn í þjónustuveri RV, með margra áratuga reynslu í ráðgjöf og umönnun, sjá um fræðslu og aðstoð við einstaklinga .
Í verslun RV er viðtalsherbergi þar sem hægt er að ræða þarfir hvers og eins í ró og næði. Einnig geta skjólstæðingar SÍ fengið upplýsingabæklinga og fleira.
Sérhæft starfsfólk Rekstarvara aðstoða og leiðbeina skjólstæðingum Sjúkratrygginga Íslands og aðstandendum þeirra ásamt því að veita ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.
Sérhæft sölufólk RV tekur einnig á móti pöntunum.
Nánari upplýsingar í síma 520 6666 eða með því að senda tölvupóst til hjukrun@rv.is
Húsnæði RV að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík er aðgengilegt fyrir fatlaða.