Ráðgjöf og þjónusta við Heilbrigðistofnanir og skjólstæðinga SÍ

  • Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eru með samning við Rekstrarvörur (RV) um að skírteinishafar sem eiga rétt á hjálpargögnum snúi sér beint til RV til þess að fá afgreiddar stoðvörur, með greiðsluþátttöku SÍ.

(smelltu hér til að sjá vörurnar sem Sjúkratryggingar Íslands greiða niður)

  • Skjólstæðingum SÍ býðst að kaupa vörur með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í verslun okkar að Réttarhálsi 2 eða með símpöntun í síma 520 6666 þar sem við aðstoðum ykkur með ánægju. Enn sem komið er er greiðsluþátttaka SÍ ekki í boði í vefverslun Rekstrarvara.Skjólstæðingum SÍ er boðið uppá heimsendingarþjónustu

Öllum býðst að koma til RV og fá faglega og persónulega aðstoð ásamt ráðleggingum

Fræðsla og Aðstoð

  • Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði og aðrir sérhæfðir starfsmenn í þjónustuveri RV, með margra áratuga reynslu í ráðgjöf og umönnun, sjá um fræðslu og aðstoð við einstaklinga .

  • Í verslun RV er viðtalsherbergi þar sem hægt er að ræða þarfir hvers og eins í ró og næði. Einnig geta skjólstæðingar SÍ fengið upplýsingabæklinga og fleira.

  • Sérhæft starfsfólk Rekstarvara aðstoða og leiðbeina skjólstæðingum Sjúkratrygginga Íslands og aðstandendum þeirra ásamt því að veita ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.

  • Sérhæft sölufólk RV tekur einnig á móti pöntunum.

  • Nánari upplýsingar í síma 520 6666 eða með því að senda tölvupóst til hjukrun@rv.is

  • Húsnæði RV að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík er aðgengilegt fyrir fatlaða.