Vara væntanleg

Kiilto Illusia 10 er öflugt og fjölhæft hreinsi- og viðhaldsefni fyrir hörð gólf sem sameinar áhrifaríka hreinsun og létta umhirðu í einni lausn. Efnið hentar vel til reglulegrar viðhaldshreinsunar og skilur eftir hreint yfirborð án þess að skilja eftir sig filmu á gólfinu.  Efnið minnkar slit á gólfefnum og lengir líftíma þeirra. Það hentar einnig á viðargólf til að fríska upp á útlit slitins yfirborðs.

Hægt er að nota efnið bæði til hefðbundinna skúringa og í gólfþvottavélar. Efnið hentar vel til notkunar í skólum, skrifstofum, verslunum, heilbrigðisstofnunum og heimilum þar sem gerðar eru kröfur um gæði, hreinlæti og umhverfisvænni lausnir.

Helstu eiginleikar

Hentar flestum hörðum gólfefnum sem þola vatn

Sameinar hreinsun og létta umhirðu

Skilur ekki eftir sig filmu eða hált yfirborð

Ilmefnalaust

Væg basísk lausn (pH ≈ 8)

Inniheldur ekki PFAS efni

Svansvottað og með vottorð frá norrænu astma og ofnæmissamtökunum

Blöndun:

Regluleg notkun:

1–2 ml í 1 lítra af vatni

Fyrir mjög óhreint yfirborð eða þar sem gólfefni eru illa farin:

10–20 ml í 1 lítra af vatni

Notið moppu eða gólfþvottavél. Yfirborð þornar fljótt og efnið skilur ekki eftir sig rákir.

Þegar yfirborðið er orðið þurrt má pússa yfir það með háhraða eins bursta gólfþvottavél.

Framleitt í Finnlandi

Svansvottunarnúmer 4026 0036

Merki
Astma og ofnæmisvottað
Astma og ofnæmisvottað

Svanurinn
Svanurinn

41087

Kiilto Pro Illusia 10 gólfþvottaefni 5l S

Lagerstaða
Uppselt