Vara væntanleg
Wetrok Spin BeFree – bylting í gólfhreinsun
Spin BeFree er af nýrri kynslóð handhægra gólfþvottavéla sem sameina eiginleika moppunnar við afköst gólfþvottavélar – hönnuð og framleidd í Sviss fyrir hámarks hreinlæti og þægindi í notkun.
Spin BeFree vann hin eftirsóttu Purus Innovation verðlaun á CMS sýningunni í Berlín 2025!
Helstu kostir:
Ergónómísk hönnun
Sérhannað handfang og það að vélin keyrir sig áfram með burstunum/pöddunum dregur úr álagi á bak, axlir og úlnliði – fullkomið fyrir daglega notkun án óþarfa áreynslu.
Öflug þrif
Burstarnir og paddarnir ná vel upp erfiðum óhreinindum og hönnun vélarinnar gerir henni kleift að komast inn í þröng rými svo sem salerni, sjúkrastofur og aðra staði þar sem hefðbundnar gólfþvottavélar komast illa að.
Hreinlæti í fyrirrúmi
Við hönnun vélarinnar var lögð áhersla á að auðvelt væri að þrífa hana. Bæði ferskvatnstankurinn og tankurinn fyrir óhreina vatnið eru með stórum opum þannig að auðvelt er að þrífa þá hvort heldur með bursta eða klút. Það þarf engin verkfæri til að losa sogblöðkurnar þannig að bæði er einfalt að þrífa þær og skipta þeim út ef þarf. Vélin er með ávölum línum og engum holum þar sem óhreinindi geta safnast í þannig að hún er tilvalin til þrifa á viðkvæmum stöðum eins og heilbrigðisstofnunum.
Fjölhæfni og sveigjanleiki
Vélin er létt og nett í flutningi. Vélin tekur lítið pláss í geymslu þegar hún er ekki í notkun – hentugt fyrir húsnæði þar sem geymslurými er takmarkað
Sjálfbærni og sparnaður
Þrjár þrifastillingar og innbyggð dæla tryggja stöðuga vatnsnotkun óháð hversu mikið er í tanknum – sparar vatn og hreinsiefni.
Langur endingartími rafhlöðu
Allt að 80 mínútna notkunartími og samhæfð rafhlöðukerfi sem virka með öðrum Wetrok tækjum – með hraðhleðslu.
Tæknilegar upplýsingar:
Reiknuð afköst: allt að 1440 m²/klst
Vinnslubreidd: 37 cm
Heildarbreidd: 45 cm
Tankur fyrir hreint vatn: 2 lítrar
Tankur fyrir óhreint vatn: 2,5 lítrar
Þyngd með vatni og rafhlöðum: 20,5 kg
Þyngd án vatns og rafhlaða: 16,6 kg
Það sem fylgir vélinni er:
Batterý 2 x 7,5Ah
Hleðslustöð
2 Burstar
2 paddahaldarar og 2 rauðir paddar
Granufloor gólfþvottaefni 40 stk. Granufloor efnið er öflugt gólfþvottaefni sem kemur sérpakkað 1 skammtur í pakka. Dufti úr einum pakka er hellt í vatnstankinn og leyft að leysast upp. Engin hætta á ofskömmtun hreinsiefnis.
Spin BeFree er fyrir fagfólk sem vill hámarks afköst, hreinlæti og vellíðan í vinnu – án málamiðlana.
Nánari upplýsingar á velar@rv.is eða í síma 520 6666
50640