Kiilto Pro Forte er svansvottað alhliða hreinsiefni fyrir eldhús.  Efnið má nota á öll yfirborð og eldunartæki.  Einnig er hægt að nota það sem uppþvottalög.

Það er mjög mikilvægt fyrir iðnaðareldhús að viðhalda háu þrifastigi og Kiilto Pro Forte hjálpar til við það.  Hægt er að nota það til að skúra gólfin, nota það til að handþvo potta, pönnur og leirtau, hreinsa eldavélar og önnur eldunartæki og þrífa öll yfirborð.  Efnið má einnig nota í gólfþvottavélar.

Notkun: 

Fyrir þvott á leirtaui og diskum úr áli blandið 1-5 ml af efninu í hvern líter af vatni, skolið eftir þvott.

Fyrir potta og pönnur úðið efninu óblönduðu yfir pottana og látið standa í 10-15 mínútur, eftir því sem efnið er lengur á pottunum virkar það betur.  Efnið loðir vel við lóðrétt yfirborð svo það rennur ekki af.  Skolið eftir þvott.

Fyrir yfirborðsþrif og gólfþvott blandið 1-5 ml í hvern líter af vatni.

Hægt er að nota efnið í skömmtunarbúnað á gólfþvottavélum og úðatækjum.

Svansvottunarnúmer: 4026 0036

pH gildi: Óblandað 10, blandað 9,5.

Kiilto Pro Forte er úr Natura range línunni frá Kiilto.  Þegar vara úr Kiilto Pro Natura línunni er valin getur þú treyst á að öll aðfangakeðjan frá hráefnisöflun til framleiðslu, notkun vörunnar og förgun umbúða hafi verið vandlega metin til að vera eins umhverfisvæn og mögulegt er. 

Merki
Endurunnið plast
Endurunnið plast

Svanurinn
Svanurinn

63041

Kiilto Pro Forte 5l

Lagerstaða
Til á lager