Ryksuguþjarkur frá I-team sem að hentar einstaklega vel inn á skrifstofuna, heimilið, hótelið eða bara hvar sem er. Hægt er að sækja app þar sem er hægt að fylgjast með því þjarkurinn er að gera hverju sinni og hvað hann er búinn að þrífa. Hægt að stilla á þrjár stillingar sem eru: power, standard og quiet.
Þjarkurinn skynjar sjálfur gólfefnið sem að hann er að vinna á og eykur sjálfkrafa kraftinn ef að hann fer á mottu eða teppi sem dæmi þar sem að þarf meiri kraft. Hægt er að fá hleðsludokku með sem að sér um að tæma hólfið sjálfkrafa og því engin þörf á því að tæma það sjálfur eftir hverja notkun. Rafhlaðan endist í 270 mín. Hliðarburstarnir snúast á 1300rpm.
Hægt er að forrita þjarkinn þannig að hægt er að láta hann í dyragættina á herberginu og setja hann af stað og hann kemur svo aftur á sama stað þegar hann er búinn, sem að er mjög sniðug lausn fyrir gistiheimili eða hótel sem dæmi.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér:
https://www.i-teamglobal.com/en/products/Cobotic/Cobotic-1700
31070100