Saga Pelican Rouge á upphaf í Belgíu og nær alla leið til nítjándu aldar. Árið 1863 byrjaði Joseph van Leckwyck og synir hans að rista kaffi og voru þeir meðal þeirra fyrstu sem áttu viðskipti með ristað kaffi í Evrópu.
Hann stofnaði Pelican Rouge í Antwerpen. Fyrirtækið bauð uppá hágæða kaffi fyrir nýja kynslóð af kaffiunnendum.
Pelican Rouge eru með starfsemi sína í Hollandi í dag og bjóða enn uppá hágæða lausnir í kaffi.
Rekstrarvörur bjóða uppá hágæða kaffi frá Peican Rouge og sterkbyggðar kaffivélar frá De Jong Duke. De Jong Duke er hollenskt fyrirtæki sem framleiðir kaffivélar sem þola vel álagsnotkun á stórum sem smáum vinnustöðum.
Vantar nettan kaffibar á þinn vinnustað ?
Við bjóðum hagkvæman þjónustusamning um kaffivélar, kaffi og kaffivörur
ZIA vélin færir starfsfólki rjúkandi heitt kaffi og kakó, með eða án mjólk. Einnig er hægt að tengja kælibúnað fyrir vatn við vélina til að bjóða uppá frískandi kalt vatn, með eða án kolsýru sem kemur úr sér stút á vélinni. Það er líka hægt að hella uppá líters könnur af kaffi, kakó eða heitu vatni með vélinni.
Í vöruúrvali okkar frá Pelican Rouge eru meðal annars kaffibaunir, malað kaffi, kaffi í skammtapokum, lífræn niðurbrjótanleg kaffihylki sem passa í Nespresso vélar, kaffimál, hrærur og sykurstangir. Einnig bjóðum við uppá ýmsar aðrar kaffitengdar vörur frá Selecta ( ICS ), þar á meðal mjólkurduft, kakó, instant kaffi og fleira.
Hafir þú áhuga á að læra meira um Pelican Rouge kaffið hjá Rekstrarvörum eða skoða vélina og smakka kaffið, þá er hægt að bóka kaffikynningu með kaffisérfræðingum RV.
Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira