Plum handspritt 85% gel 75 ml veitir öfluga sótthreinsun fyrir daglega notkun án allra ilmefna.
Inniheldur 85% alcohol og glýseról, sem verndar húðina gegn þurrki og heldur henni mjúkri og heilbrigðri – jafnvel við tíða notkun. Berið 2-3 ml á hreinar og þurrar hendur.
CEI-metið og uppfyllir allar kröfur samkvæmt EN14885 staðlinum.
Sýnd virkni (vottuð samkvæmt Evrópskum stöðlum)
Handhreinsigelið hefur staðfesta virkni gegn bakteríum, sveppum og veirum samkvæmt eftirfarandi stöðlum og prófum:
EN1500 – bakteríudrepandi virkni, 30 sek. snertitími
EN13727 – bakteríudrepandi virkni, 30 sek. snertitími
EN13624 – ger- og sveppadrepandi virkni, 30 sek. snertitími
EN14348 – berkla- og mycobacteriudrepandi virkni, 30 sek. snertitími
EN14476 – veirudrepandi virkni (takmarkað svið), 30 sek. snertitími
EN17430 – full veirudrepandi virkni, 30 sek. Snertitími
Handspritt gelið er tilvalið í öllum aðstæðum þar sem hreinlæti og sótthreinsun eru mikilvæg – sérstaklega hentugt fyrir heilbrigðisgeirann, þar á meðal sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslur og klínískar aðstæður.
Hendur eru stærsta smitleiðin í daglegu lífi og í heilbrigðisþjónustu. Reglulegur handþvottur og notkun handspritts samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum dregur verulega úr hættu á smitsjúkdómum og útbreiðslu sýkla.
3952