Um vefverslun RV

Öll verð eru sýnd með virðisaukaskatti

     Þegar þú hefur sett vörur í körfuna og opnar hana, þá sérðu verð bæði með og án vsk.


Stök viðskipti, án þess að stofna  viðskiptavin í sölukerfi RV:

     Þú ferð einfaldlega í VEFVERSLUN, velur þínar vörur og setur í körfuna.
     Þegar þú hefur valið vörurnar sem þú ætlar að kaupa þá smellirðu á körfumerkið, efst í hægra horninu.
     Smelltu á "Skoða körfu" og þá sérðu vörurnar sem þú ætlar að kaupa.
     Athugaðu að neðst kemur fram sú upphæð sem þú þarft að bæta við til að sendingarkostnaður falli niður.
     Þegar þú ert viss um að hafa valið allar vörur sem þú ætlar að kaupa smellirðu á "Ganga frá kaupum"
     Í næsta skrefi er sendingarmáti valinn.  Ef þú velur að sækja vöruna til okkar þá fellur sendingarkostnaður niður.
     Nú fyllir þú út upplýsingar um kaupanda og mundu að velja afhendingarmátann, þ.e. hvort þú vilt fá sent eða þú sækir í verslun RV.
     Neðst er reiturinn "Athugasemdir".  Ef þú vilt koma einhverjum skilaboðum til okkar varðandi pöntun þína settu þá inn skilaboð í þennan reit.
     Að lokum kemur upp greiðslusíða Valitor, þar sem þú setur inn greiðslukortaupplýsingar þínar. 
     Þú færð svo senda greiðslukvittun með tölvupósti í það tölvupóstfang sem þú skráðir, strax að lokinni greiðslu.

Stofna viðskiptavin í vefverslun, fyrir þá sem eru í reglulegum viðskiptum við RV:

    Smelltu á "Hafa samband", efst hægra megin á síðunni, fylltu út í reitina og sendu til okkar.
    Einnig getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 520 6666 eða sent okkur tölvupóst til vefverslun@rv.is  og við aðstoðum þig við skráninguna.


Frír sendingarkostnaður þegar verslað er fyrir 25.000 kr. m. vsk. í vefverslun RV

     

     Ef verslað er fyrir lægri upphæð í vefverslun þá bætist við sendingarkostnaður; 3.000 kr. án vsk (3.720 kr. m.vsk).
     Pantanir einstaklinga um allt land eru sendar með Íslandspósti og gilda skilmálar Íslandspósts um flutning, afhendingu og ábyrgð.
     Ef viðskiptavinur vill sækja í pósthús þá skal skrifa það í athugasemdir, 
þegar gengið er frá pöntun.
     RV keyrir út pantanir til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu og sendir með Flytjanda út á land.
     Pantanir eru sendar frá lager RV næsta virkan dag.


Ef þú sækir vörurnar í verslun RV að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, þá fellur sendingarkostnaður að sjálfsögðu niður. Allar sóttar pantanir eru tilbúnar klst eftir að pöntun er gerð, alla virka daga 8-15. 

Verslun RV er opin virka daga kl. 8 - 17 og laugardaga kl. 11 - 15.

Vörur sem eru pantaðar eftir kl. 16:00 á föstudögum verða afgreiddar næsta virkan dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira