Ríkisfyrirtæki og stofnanir


Fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins og sveitafélaga eiga einnig kost á því að nota kort í stað þess að vera í reikningsviðskiptum. Hjá Kreditkortum geta þau sótt um Innkaupakort ríkisins sem er eins og Innkaupakort MasterCard nema að því leyti að það er einungis ætlað fyrirtækjum og stofnunum ríkis og sveitarfélaga.

Hægt er að sækja um Innkaupakort ríkisins á vef Kreditkorta.


Stór og smá fyrirtækiÍ samstarfi við VALITOR bjóða Rekstrarvörur viðskiptavinum að greiða með Innkaupakorti VISA í stað þess að vera í reikningsviðskiptum.

Innkaupakort VISA er frítt kreditkort sem er gefið út af bönkum og sparisjóðum og sérstaklega ætlað í stað reikningsviðskipta og beiðna.

Með Innkaupakorti VISA fæst lengri greiðslufrestur en áður auk þess sem viðskiptavinum sem nota kortið bjóðast sömu kjör og um staðgreiðslu væri að ræða.

Nánari upplýsingar um Innkaupakort VISA fást hjá öllum bönkum og sparisjóðum og á heimasíðu VALITOR, www.valitor.is þar sem einnig er hægt að sækja um kort.

Sé greitt með kreditkorti gefur það að jafnaði lengri greiðslufrest en reikningsviðskipti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira