Hreinlætisráðgjöf RV


Rekstrarvörur gera áætlanir um hreinlæti, öryggi og vellíðan á vinnustöðum. Heildarlausnir hreinlætismála sameina mesta hugsanlega hreinlæti, ýtrasta sparnað og hagkvæmni í notkun.

 

Ráðgjöf RV felst í:


- Tölvuskráningu og greiningu.
- Fjárfestingaráðgjöf.
- Þróun á ræstingar- og vinnuáætlun.
- Menntun og þjálfun starfsfólks.
- Hagræðingartillögum.


Ný hreinsiefni, áhöld og vélar koma stöðugt á markaðinn og rétt notkun skiptir öllu máli. Með réttum efnum og aðferðum er t.d. hægt að margfalda endingartíma gólfefna. RV leggur áherslu á efni, áhöld og tæki sem hlífa starfsfólki og umhverfi. Réttar vinnuaðferðir eru einnig þýðingarmiklar og með þeim er hægt að létta verulega erfiðustu störfin. Hreinlætisáætlanir RV miða að því að tryggja vinnuhagræðingu, betri ræstingu og sparnað. RV aðstoðar viðskiptavini sína í þeirri viðleitni að auka gæði hreinlætis. Eftir ákveðna greiningu gera ráðgjafar RV tillögur um hreinlætis- og þjónustuþörf þína.

 

Við gerum tillögu um:


- Hvaða hreinsiefni henta þínum aðstæðum best.
- Hvaða áhöld og tæki dugi þér best og hve oft þurfi að ræsta.
- Hve mikið þú þarft að fjárfesta í vélum og búnaði.
- Hvernig best sé að standa að ræstingu á þínum vinnustað.
- RV býður einnig fjölbreytt kennslu- og fræðsluefni.
- Þjónusta RV tryggir viðskiptavinum uppsetningu og eftirlit með
  efnaskömmturum og kynningu á efnum og áhöldum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira