Bæklingur um þvagleka

 

 Færðu músina yfir myndina!

Rekstrarvörur hafa gefið út vandaðan og ítarlegan bækling, í handhægu broti, um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka.

Í bæklingnum er fjallað um algengustu gerðir þvagleka, vandkvæði við að ræða vandamálið, helstu úrræði og úrval hjálpargagna frá TENA sem fyrir hendi eru hjá RV.

Bæklingurinn liggur frammi á heilsugæslustöðvum, apótekum, verslun RV að Réttarhálsi 2 og víðar. Einnig er hægt að fá hann sendan í pósti sé þess óskað, eða skoða hann hér
Smelltu hér til að opna bæklinginn

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Rekstrarvörur um að skírteinishafar, sem eiga rétt á hjálpargögnum, snúi sér beint til RV til þess að fá afgreiddar  bleiur og önnur hjálpargögn, með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.  Heimsendingarþjónusta er notendum að kostnaðarlausu.

Hjá Rekstrarvörum er mikið úrval af viðurkenndum og þægilegum vörum sem gagnast við þvagleka og sem jafnframt gera hjúkrunarfólki hægara um vik að sinna umönnun sjúklinga. Þjónusta RV á þessu sviði er persónuleg og fagleg enda er hver einstaklingur sérstakur og þarf að ýmsu að hyggja til þess að fullnægjandi úrlausn finnist.

Sérstakt viðtalsherbergi með sýnishornum er til staðar hjá fyrirtækinu vegna ráðgjafar til einstaklinga og hjúkrunarfólks.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira